Enn eitt tapið hjá Vestra

Mynd úr safni.

Völsungur og Vestri áttust við á Húsavík í gærkvöldi. Fyrir leikinn voru liðin í 6. og 7. sæti deildarinnar Völsungur í því sjötta með 20 stig, en Vestri í því sjöunda með 19. Gengi Vestra hefur ekki verið upp á marga fiska síðkasti og liðið hefur einungis unnið einn af síðustu fimm leikjum í 2. deild Íslandsmótsins.

Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Sæþór Olgeirsson sem kom heimamönnum yfir með marki á 54. mínútu.

Vestramenn sóttu en og freistuðu þess að jafna leikinn en það tókst ekki. Bergur Jónmundsson tvöfaldaði forystu Völsungs á lokamínútu leiksins og gerði endanlega útum leikinn og 2-0 sigur Völsungs var í höfn.

smari@bb.is

DEILA