Fjölskyldugarðurinn Raggagarður í Súðavík er einstakt afdrep fyrir börn og fullorðna, garðurinn er skjólsæll og afar fjölbreytt og skemmtileg leiktæki. Garðinum er mjög vel við haldið, af sjálfboðaliðum og vinnuskóla sveitarfélagsins.

Í lok júní var haldinn vinnudagur heimamanna þar sem sjálfboðaliðar fóru eins og stormsveipur um garðinn, hreinsuðu og máluðu. Hér að neðan eru nokkrar myndir frá þeim degi.

 

DEILA