Flugstöð til sölu

Flugstöðin á Patreksfirði er nú auglýst til sölu hjá Ríkiskaupum, um er að ræða tæpa 270 fm og er óskað eftir tilboðum sem skila má til 1. september. Að sögn Arnórs Magnússonar sem fer með söluna fyrir Ríkiskaup var vellinum lokað 2011 en áætlun var hætt fyrir síðustu aldamót. Arnór segir að byggingarnar þarfnist viðhalds.

Flugvöllurinn er í Sauðlauksdal og talsverður spotti að aka frá flugvellinum inn á Patreksfjörð.

bryndis@bb.is

 

DEILA