Ýsukvótinn verði aukinn um 20%

Í veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar til sjávarútvegsráðherra er lagt til að aflamark ýsu verði 41 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári sem er 20% aukning frá aflamarki á yfirstandandi fiskveiðiári. Í tilkynningu Hafró kemur fram að aukningin byggi á bættri nýliðun ýsu árin 2016 og 2017 miðað við fimm ár þar á undan. Eins og greint var frá fyrr í dag leggur stofnunin til 6% hækkun á aflamarki þorsks og að þorkskvótinn á næsta ári verði 257 þúsund tonn.

Hafrannsóknastofnun leggur til 10% aukningu í aflamarki ufsa  fyrir næsta fiskveiðiár og kvótinn fari úr 55.000 tonnum í 60.237 tonn. Aukninguna má m.a. rekja til hins stóra 2012 árgangs.

Steinbítskvótinn lækkar lítillega samkvæmt veiðiráðgjöf Hafró, fer úr 8811 tonnum í 8540 tonn.

DEILA