Framkvæmdir í fullum gangi

Frá uppsetningu á snjósöfnunargrind ofan Patreksfjarðar.

Framkvæmdir fyrir ofan Brellur á Patreksfirði eru í fullum gangi þar sem setja á tvær 120 m langar snjósöfnunargrindur og fimm vindkljúfa til að minnka snjósöfnun á upptakasvæðum og draga úr hengjumyndun við upptakasvæðin.

Á vef Framkvæmdasýslu ríkisins er greint frá að búið er að setja aðra snjósöfnunargrindina niður og ná bergfestur hennar 3 metra niður í jörðu. Bergfesturnar eru festar með þar til gerðri steypu. Togpróf var gert til að kanna hvort steypan standist ekki ákveðið álag eða 40 kN. Ekkert gaf eftir í togprófinu og steypan stóðst mun meira álag en til var ætlast.

DEILA