Fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish opnaði formlega nýja skrifstofu við Aðalstræti á Ísafirði í gær. Fyrirtækið er með starfsemi sunnanverðum og norðanverðum Vestfjörðum og stefnir á mikinn vöxt á næstu árum, eins og umsóknir um aukið sjókvíaeldi bera vitni um. Fyrirtækið er er í umhverfismatsferli fyrir 7.600 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi og í vikunni var auglýst starfsleyfistillaga fyrir 6.800 tonna laxeldi í Tálknafirði og í Patreksfirði og fyrirtækið er með fisk í sjó í Dýrafirði. Arctic Fish hefur einnig staðið fyrir mikilli uppbyggingu í botni Tálknafjarðar en þar er að rísa ein fullkomnasta seiðaeldisstöð veraldar.