Andri Rúnar sjóðheitur

Andri Rúnar fagnar marki með stæl en hann jafnaði markamet í efstu deild í sumar. Mynd: Fótbolti.net.

Bolvíski knattspyrnumaðurinn Andri Rúnar Bjarnason er um þessar mundir heitasti framherjinn í úrvalsdeildinni. Andri Már leikur með Grindavík og er hann búinn að skora sex mörk í jafnmörgum leikjum. Hann byrjaði á að skora sigurmark gegn Víkingi og fylgdi því eftir með þrennu gegn ÍA og svo sigurmarki gegn Val. Í gær skoraði hann enn eitt sigurmarkið og kom það í útileik gegn KR.

Í fjórum sigurleikjum Grindavíkur hefur þessi öflugi framherji verið í aðalhlutverki og skorað sex af tíu mörkum liðsins.

Andri Rúnar, sem er fæddur árið 1990, lék með BÍ/Bolungarvík frá 2009 til 2014 þegar hann gekk til liðs við Víking og í haust gekk hann í raðir Grindvíkinga.

DEILA