Verð fyrir þorsk á fiskmörkuðum hefur lækkað síðustu daga. Í gær var meðalverðið fyrir kílóið af slægðum þorski 170 krónur. Fyrsti dagur strandveiða sumarsins var á þriðjudag
og höfðu 374 bátar virkjað leyfi til veiða, en veður setti víða strik í reikninginn. Alls lönduðu 117 bátar 70 tonnum á fyrsta degi og var meðalaflinn 602 kíló. Við upphaf strandveiða í fyrra var fjöldinn 413. Eins og undanfarin ár eru flestir bátarnir á svæði A sem nær frá sunnanverðu Snæfellsnesi til Ísafjarðardjúps.