Between Mountains spilar á menningarkvöldi 10.bekkjar

Menningarkvöld 10.bekkinga við Grunnskólann á Ísafirði verður haldið í Edinborgarhúsinu í kvöld. Þar munu nemendur bjóða upp á tónlist, dans, ljóðalestur og endursýna árshátíðaratriði sitt sem sýt var á árshátíð skólans í síðasta mánuði. Auk þess mun dúettinn Between Mountains koma fram, en líkt og frægt er orðið gerðu þær stöllur sér lítið fyrir og sigruðu Músíktilraunir fyrir skemmstu. Skemmtunin hefst klukkan 20, aðgangseyrir er kr. 1.000 og eru allir velkomnir.

annska@bb.is

DEILA