Ferðafélagið á Folafót

Vigur í Ísafjarðardjúpi. Mynd: Mats Wibe Lund.

Fyrsta gönguferð Ferðafélags Ísfirðinga verður á laugardaginn kemur, 22. apríl. Að þessu sinni skal skundað um Folafót undir leiðsögn Barða Ingibjartssonar. Barði mun ausa úr viskubrunni sínum um svæðið, til dæmis um Tjaldtangaútgerð Guðfinns og sona hans Einars og Sigfúsar árið 1915. Að sögn Barða er þetta um það bil 6 klukkutíma ganga og hækkun innan við 100 metrar.

Brottför verður frá búðinni í Súðavík kl. 9:00 þar sem reynt verður að sameinast í bíla.

Dagskrá ferðafélagsins er þétt og skemmtileg í sumar og hana má nálgast í bæklingi Ferðafélags Íslands.

bryndis@bb.is

DEILA