Taflfélag Bolungarvíkur hafnaði í 5. sæti

Skákmaðurinn Guðmundur Gíslason (t.h.) teflir fyrir Taflfélag Bolungarvíkur.

Fyrstu helgina í mars fór fram seinni hluti Íslandsmóts skákfélaga í Rimaskóla í Reykjavík. Sem fyrr teflldi Taflfélag Bolungarvíkur í fyrstu deild þar sem félagið hefur verið óslitið í 10 ár. Á vefnum vikari.is segir að árangur liðsins í ár er í samræmi við væntingar og í takt við styrkleikaröðun, en Taflfélag Bolungarvíkur hafnaði í 5. sæti með 34,5 vinninga, en Skákfélagið Huginn bar sigur úr býtum. Íslandsmótið fer þannig fram að fyrri hluti keppninnar fer fram að hausti og seinni hluti á vormánuðum næsta árs.

DEILA