Júllinn í 50 ár

Júlíus Geirmundsson ÍS er undir meðalaldri flotans en í nóvember voru 28 ár frá því hann kom til heimahafnar á Ísafirði.

Skipsnafnið Júlíus Geirmundsson ÍS 270 hefur nú verið samfleytt við lýði í hálfa öld og fjögur skip borið það hingað til. Fyrsta skipið með þessu nafni kom til heimahafnar á Ísafirði þann 2. mars 1967 eða fyrir fimmtíu árum. Í samantekt Kristjáns G. Jóhannssonar, stjórnarformanns Hraðfrystihússins – Gunnvarar hf. kemur fram að lauslega áætlað hafa þessi fjögur skip að borið landi að landi rúmlega 200 þúsund tonn af fiski.

Fyrsta skipið var smíðað í Boizenburg í Austur-Þýskalandi. Fimm árum síðar kom næsta skip, sem var 407 lesta skuttogari sem var byggður í Flekkefjord í Noregi. Þriðja skipið sem bar nafnið Júlíus Geirmundsson ÍS 270 var 497 tonna skuttogari, sem fyrst kom til heimahafnar á Ísafirði 15. júní 1979. Tíu árum síðar kom núverandi Júlíus til Ísafjarðar og fyrsti flakafrystitogarinn en hann var smíðaður í Stettin í Póllandi.

Samantekt um Júllana fjóra

smari@bb.is

DEILA