Efstu bekkir þreyta samræmd próf

Samræmdu prófin í efstu bekkjum grunnskóla landsins hefjast í dag.  Nemendur í níunda og tíunda bekk taka prófin að þessu sinni í samræmi við breytta reglugerð og verða prófin rafræn. Þetta verður í eina skiptið sem tveir árgangar taka prófið á sama tíma. Framvegis verða samræmd könnunarpróf lögð fyrir að vori í níunda bekk í stað haustprófa í tíunda bekk.

Prófin verða með breyttu sniði í samræmi við lagabreytingar á grunnskólalögum og lögum um Menntamálastofnun. Í tilkynningu á vef Menntamálastofnunar kemur fram að með því að færa 10. bekkjar könnunarprófið í 9. bekk gefist nemendum, forráðamönnum þeirra og kennurum meira svigrúm til þess að nýta sér niðurstöðurnar til að bregðast við og móta áherslur í námi í 10. bekk.

smari@bb.is

DEILA