Áhyggjur af stöðu útflutningsgreina

Staða útflutningsgreina hefur verið í kastljósi fjölmiðla þessa viku, ekki síst í ljósi áforma HB Granda að hætta bolfiskvinnslu á Akranesi og færa starfsemina til Reykjavíkur. Fyrirtæki í sjávarútvegi sjá fram á erfiða tíma vegna styrkingar krónunnar. Ekkert lát er á hækkun krónunnar og nú fer í hönd aðal ferðamannatíminn og búist við metfjölda ferðamanna með tilheyrandi innstreymi gjaldeyris. Atvinnuráð Vesturbyggðar lýsir í ályktun verulegum áhyggjum af stöðu útflutningsgreina í sveitarfélaginu vegna styrkingar krónunnar og óhagstæðum skilyrðum sem af henni leiða.

Smári

DEILA