Nýr spennir eykur afhendingaröryggi

Landsnet hefur tekið í notkun nýjan spenni í tengivirkinu í Mjólká sem eykur bæði flutningsgetu og afhendingaröryggi. Nils Gústavsson framkvæmdastjóri framkvæmda– og rekstrarsviðs Landsnets segir það ánægjulegt að hafa lokið þessum áfanga í styrkingu flutningskerfisins á Vestfjörðum. Margir komu að framkvæmdinni en verkefni eins og þetta er flókið í framkvæmd þar sem um er að ræða breytingar á tengivirki sem er í fullum rekstri.

„Í tengivirkinu okkar í Mjólká var fyrir 132/66 kV spennir sem var orðinn takmarkandi fyrir flutning raforku til Vestfjarða. Til að bregðast við því var settur annar spennir af sömu stærð inn í virkið sem gerir það að verkum að flutningsgetan eykst til muna sem og rekstraröryggið á svæðinu.“ segir Nils.

Undirbúningur fyrir verkið hófst haustið 2015 og spennirinn var spennusettur í lok desember og tekinn  í rekstur þann 26.janúar 2017.

smari@bb.is

DEILA