Framtíðarhúsnæði fyrir söfnin uppfyllir ekki kröfur

Byggðasafn Vestfjarða hefur sagt upp samningi við Ísafjarðarbæ um leigu á geymsluhúsnæði í Norðurtanganum á Ísafirði. „Það meðal annars vantar brunavarnarkerfi, það er enginn neyðarútgangur og þetta eru algjörar vanefndir á því sem talað var um og fullnægir því ekki kröfum safnsins,“ segir Jón Sigurpálsson, forstöðumaður Byggðasafnsins en einungis lítill hluti af eigum safnsins var kominn í geymslu í Norðurtanganum.

Sumarið 2015 gerði Ísafjarðarbær samkomulag við fyrirtækið,Hraðfrystihúsið Norðurtanga ehf. um 10 ára leigu á Norðurtanganum undir geymslur fyrir skjala- ljósmynda og listaverkasöfn bæjarins auk Byggðasafnsins.

Jóni er ekki kunnugt um hvort hin söfnin flytji inn í húsið.

Ákvörðun um 10 ára leigusamning Ísafjarðarbæjar við Hraðfrystihúsið Norðurtanga ehf. var tekin í miklum ágreiningi milli meiri- og minnihluta bæjarstjórnar, líkt og flestum er líklega í fersku minni.

smari@bb.is

 

DEILA