Eðlilegt að lögregla rannsaki slysasleppinguna

Regnbogasilungur.

Óheyrilega langur tími leið frá því regnbogasilungur fór að veiðast í ám þar til Arctic Sea Farms viðurkenndi að þannig fiskur hefði sloppið í miklum mæli út um gat á sjókví. Þetta segir formaður Landssambands veiðifélaga samtali við fréttastofu RÚV. Í gær var tilkynnt um umtalsverða slysalseppingu í Dýrafirði. Í fréttatilkynningu Arctic Sea Farm segir að gat á kví hafi komið í ljós í gær við slátrun upp úr kvínni og einnig að þarna kunni að vera fundin meginskýring á „mögulegri slysasleppingu regnbogasilungs sem fjallað var um sl. haust þegar engin skýring fannst á því hvaðan regnbogasilungur væri upprunninn sem veiddist í ám á Vestfjörðum,“ eins og það er orðað í fréttatilkynningunni.

„Það kom okkur ekki mikið á óvart að það hefði fundist gat á kví því við fengum fyrst upplýsingar um að það væri að veiðast regnbogasilungur 13. júní síðasta sumar. Það eru liðnir 8 mánuðir frá því fyrst fóru að sleppa fiskar þannig að þetta er óheyrilega langur tímur sem líður milli þess sem fiskar fara að sleppa og einhver viðurkennir að eitthvað sé að. Það er eðlilegt að lögregla rannsaki slík mál,“ segir Jón Helgi.

smari@bb.is

DEILA