Opið fyrir tilkynningar um innlausn greiðslumarka

Matvælastofnun annast innlausn greiðslumarks lögbýla samkvæmt reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt og geta handhafar greiðslumarka óskað eftir innlausn á greiðslumörkum sínum með að fylla út eyðublað 7.13 í þjónustugátt Matvælastofnunar. Með beiðni um innlausn á greiðslumarki skal fylgja staðfesting um eignarhald á lögbýli, samþykki ábúanda og sameigenda, og þinglýst samþykki veðhafa í lögbýlinu. Tilkynningu um innlausn skal skila eigi síðar en 20. janúar og greiðir Matvælastofnun innleyst greiðslumark eigi síðar en 15. febrúar næstkomandi, en innlausnarvirði þess árið 2017 er 12.480 kr. á ærgildi.

annska@bb.is

DEILA