Hæg breytileg átt og greiðfært

Það spáir hægri breytilegri átt á Vestfjörðum í dag og skýjað með köflum. Frost 0 til 5 stig. Sunnan 8-13 metrar á sekúndu og dálítil slydda á morgun. Hiti 0 til 4 stig. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er greiðfært nánast alla leið frá Ísafirði til Reykjavíkur, en hálkublettir á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum.

brynja@bb.is

DEILA