Áskorun um jöfn kynjahlutföll

Alþingi

Kvenréttindafélag Íslands ítrekar áskorun sína til þeirra alþingsmanna sem fá það verkefni að mynda nýja ríkisstjórn að tryggja að jöfn kynjahlutföll séu á ráðherrastólum. Félagið hvetur enn fremur alla flokka á Alþingi að gæta þess að tilnefna konur og karla til jafns í nefndir og ráð og tryggja jöfn kynjahlutföll í opinberum nefndum og ráðum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Kvenréttindafélaginu í dag og segir ennfremur „Kynjajafnrétti er grundvöllur hagsældar og velferðar og án valdeflingar og þátttöku kvenna á opinberum vettvangi er ekki hægt að uppfylla markmið Sameinuðu þjóðanna um frið, jafnrétti og lýðræði.

Ráðherrar
Þess má geta að samkvæmt vef Alþingis hafa 125 karlmenn gengt ráðherraembætti frá 1904 en 27 konur eða 18%

Í hinum hundrað ára Framsóknarflokki hafa verið 41 ráðherra, 83% þeirra eru karlar.

Sjálfstæðisflokkurinn skartar 45 ráðherrum og 82% þeirra eru karlar.

Vinstri grænir hafa átt 7 ráðherra, 3 karla og 4 konur og Samfylkingin 12 ráðherra, 5 karla og 7 konur.

Ríkisstjórnir
Í þriðja ráðuneyti Davíðs Oddsonar frá 1999-2003 (Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur) sátu 15 ráðherrar, þar af 4 konur eða 27%.

Í fjórða ráðuneyti Davíðs Oddsonar frá 2003 – 2004 (Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur) sátu 13 ráðherrar, þar af 3 konur eða 23%.

Í ráðuneyti Halldórs Ásgrímssonar frá 2004-2006 (Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur) sátu 14 ráðherrar, þar af 3 konur eða 21%.

Í ráðuneyti Geirs H. Haarde frá 2006-2007 (Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur) sátu 12 ráðherrar og þar af 4 konur eða 33%.

Í öðru ráðuneyti Geirs H. Haarde frá 2007-2009 (Sjálfstæðisflokkur og Samfylking) sátu sömuleiðis 12 ráðherrar, þar af 4 konur eða 33%.

Í ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttir 2009 sátu 10 ráðherrar, 5 konur og 5 karlar.

Í öðru ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttir 2009-2013 (Samfylking og Vinstri grænir) sátu 15 ráðherrar, þar af 7 konur eða 47%.

Í ráðuneyti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar 2013-2016 (Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur) voru 11 ráðherrar, þar af 5 konur eða 45%.

Í ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar 2016 (Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur) voru/eru 10 ráðherrar, fimm konur og fimm karlar.

bryndis@bb.is

DEILA