230 milljónir í styrki til að efla hringrásarhagkerfið

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra kynnti í dag 22 verkefni sem fá úthlutun á þessu ári úr sjóði vegna styrkja til verkefna sem stuðla að eflingu hringrásarhagkerfir á Íslandi.

Hæstu styrkir sem veittir eru til einstakra verkefna eru 20 milljónir króna.

Markmiðið er að draga úr og auka flokkun úrgangs og að efla endurvinnslu sem næst upprunastað.

Styrkirnir voru auglýstir í mars sl. og bárust ráðuneytinu alls 95 umsóknir og var heildarupphæð umsókna 1.250 milljónir króna. Matshópur lagði mat á allar umsóknir og gerði í kjölfarið tillögur til ráðherra um veitingu styrkja.

Meðal þeirra verkefna sem fengu styrk var framleiðsla á lífrænum áburði úr laxeldi, endurvinnsla á sláturúrgangi og endurnýting byggingarefna á Íslandi en öll þessi verkefni fengu 20 milljónir hvert um sig.

DEILA