Þingeyri: ný flotbryggja

Frá Þingeyrarhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar leggur til að keypt verði ný flotbryggja sem sett niður á Þingeyri. Um er að ræða uppgerða vel farna 3x12m flotbryggju, tvær einingar sem kostar 4 milljónir króna.

Í minnisblaði hafnarstjóra segir að árið 2020 hafi verið sett upp til bráðabirgða álfloteining á Þingeyri og „var alltaf meiningin að þar yrði varanleg stein flotbryggja við hliðina á flotbryggjunni sem þegar er til staðar. Köfunarþjónustan hefur yfirfarið bryggjueiningarnar og teljast þær vera í góðu ástandi.“

Ákveðið hefur verið að fresta kaupum á löndunarkrana og í staðinn farið í endurnýjun á mengunarvarnarbúnaði. Því mun verða eftir af þeirri fjárveitingu á fjárhagsáætlun til að mæta þessum viðbótarkostnaði.

DEILA