Hvernig hefur búfénaður áhrif á náttúru Íslands?

Veganúar og Landvernd standa fyrir málþingi þar sem sérfræðingar ræða stöðu náttúrunnar og búfénaðar á Íslandi.

Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, mun opna máþingið með stuttum inngangi um áhrif búfjár á náttúruna,

Bryndis Marteinsdóttir, sérfræðingur hjá Landgræðslunni, mun tala um stöðu og mikilvægi gróður- og jarðvegsauðlinda landsins og þau tækifæri sem við höfum til að bæta þessar auðlindir og Tryggvi Felixsson, formaður Landverndar, mun kynna skýrslu Landverndar frá árinu 2021 um lausagöngu búfjár.

Málþingið er hluti af Veganúar 2022.Máþinginu verður streymt og hefst stundvíslega kl. 12 þann 27. Janúar.

DEILA