Flateyri: Lýðskólinn í grenndarkynningu

Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar hefur tekið fyrir umsókn Lýðskólans á Flateyri um lóðina Hafnarstræti 29 undir nýbyggingu fyrir nemendagarða skólans. Um er að ræða byggingu á tveimur hæðum úr forsteyptum einingum, Grunnflötur er 248 fermetrar og verða 14 íbúðir í húsinu. Hver íbúð er 23 fermetrar að stærð.

Umsóknin fellur ekki alveg að gildandi deiliskipulagi þar sem byggingarmagn er umfram hámarks nýtingarhlutfall lóðar og nær út fyrir byggingarreit. leggur því nefndin til við bæjarstjórn að fram fari grenndarkynning fyrir húseigendum að Grundarstíg 18, Grundarstíg 22, Grundarstíg 26, Hafnarstræti 27A og Ránargötu 1.