Drangsnes: 165 tonna afli í september og október

Alls bárust 165 tonn af botnfiski að landi á Drangsnesi í september og októbermánuðum. Þar bar mest á línuveiðum en Skúli ST, Benni ST og Sæfugl ST lönduðu um 132 tonnum.

Tveir bátar Kristleifur ST og Kristbjörg ST voru á netum og veiddu samtals um 14 tonn. Grímsey ST var á dragnót og kom með 8 tonn að landi.

Loks voru handfærabátarnir Valur ST og Örvar ST á handfærum og veiddu um 1,5 tonn.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!