Bað guð á hverju kvöldi að láta ekki móður sína deyja

Egill Helgason ræddi við Ólaf Ragnar Grímsson um bókina Rætur í bókmenntaþættinum Kiljunni á RÚV .

Frásögnin birtir nýjar hliðar á forsetanum fyrrverandi, upphaflega átti hún að vera skrifuð til dætra hans en varð á endanum, eins og Ólafur lýsir því sjálfur, leit að honum sjálfum í skógi minninganna.

Móðir hans, Svanhildur Ólafsdóttir Hjartar, veiktist af berklum á unglingsaldri og glímdi við veikindin allt þar til hún lést, 51 árs að aldri. Í bókinni segir Ólafur frá því þegar hann var tekin frá henni og sendur til til dvalar á Þingeyri, hjá ömmu sinni og afa, þriggja ára gamall. 

Þar sagði Ólafur frá því að dvöl hans á Þingeyri hafi þó reynst mikil gæfa, hann hefði orðið að allt öðrum manni ef ekki hefði verið fyrir hana. „Þótt ég ætti á hverju kvöldi að biðja guð að láta ekki móður mína deyja, þá var þetta þorp mér gleðigjafi. Þegar ég kom suður til Reykjavíkur og við fluttum á Óðinsgötuna, þá beið ég alltaf eftir að komast vestur á vorin.“

Hægt er að hlusta á viðtalið á RÚV.

DEILA