Nýjar leiðir við fjármögnun íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni

Frá Siglufirði

Fimmtudaginn 21. október 2021 heldur Vestfjarðastofa, í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, opin fund til að kynna þá möguleika sem í boði eru og rætt verður um stöðu húsnæðismarkaðar á svæðinu.

Að undanförnu hefur nokkuð verið rætt um að skortur á íbúarhúsnæði á Vestfjörðum standi þróun svæðisins fyrir þrifum og að til staðar sé markaðsbrestur sem komi í veg fyrir byggingu nýrra íbúða.

Víða um land er nú verið að byggja íbúðahúsnæði og hafa fjölbreyttar leiðir verið farnar við að fjármagna slíkt húsnæði.

Agnes Arnardóttir verkefnastjóri hjá Vestfjarðastofu fer yfir dæmi frá öðrum svæðum.

Hið opinbera hefur á síðustu árum komið fram með nýjar lausnir sem ætlað er að ýta undir húsbyggingar þar sem markaðsbrestur hefur verið viðvarandi og húsnæðisverð lágt.

Húsnæðis og mannvirkjastofnun leitast við að hafa yfirsýn yfir húsnæðismarkaðinn um allt land og þær leiðir sem mögulegt er að fara við fjármögnun íbúðarhúsnæðis.

Fundurinn verður kl. 16:30 í húsnæði Vestfjarðastofu í Vestrahúsinu að Suðurgötu 12. Gestur fundarins verður Anna Guðmunda Ingvardóttir aðstoðarforstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

DEILA