Ísafjörður: Skólablak við Torfnes í dag

Frá skólablakmóti á Akureyri. Mynd: aðsend.

Skólablak verður á Torfnesi í dag frá kl. 9 til 14.

Þar koma saman krakkar úr 4-6 bekk á svæðinu og spila saman krakkablak og hafa gaman.

Viðburðurinn er haldinn af Blaksambandi Íslands í samstarfi við CEV (Evrópska Blaksambandið), ÍSÍ, UMFÍ og blakdeild Vestra.

Viðburðinum er skipt upp í 3 tímaramma.

Kl. 9 mætir 4 bekkur úr Grunnskóla Ísafjarðar

Kl. 10.45 mæta 5 bekkur úr Grunnskóla Ísafjarðar og Bolungarvíkur

Kl. 12.30 mæta 6 bekkur úr Grunnskóla Ísafjarðar, Bolungarvíkur, Önundafjarðar og Súðavíkurskóla

Samtals verða þetta um 165 krakkar.

Einar töframaður mun verða kynnir hjá okkur og sjá um smá skemmtiatriði.

Krakkarnir fá Kristal í boði Ölgerðarinnar.

Skólablak er skemmtilegt samstarfsverkefni Blaksambandsins, UMFÍ, ÍSÍ og fleiri. Kristall er styrktaraðili verkefnisins. Þetta er blakverkefni sem fer um allt land í október og er stefnt á að endurtaka leikinn næstu fjögur ár.

DEILA