Útivistartími barna breytist 1. september

Lögreglan á Vestfjörðum bendir á að frá og með deginum í dag breytist heimilaður útivistatími barna eins og sést á meðfylgjandi mynd.

Hvíld og svefn er börnum afar mikilvægur, ekki síst þegar einbeitingar er þörf við nám eða aðra skipulega ástundun.

Forendrar eru hvattir til að benda börnum sínum á þessar reglur og fylgja þeim eftir.

Tökum fagnandi móti fallegu hausti er vinsamleg ábending lögreglunnar.