Uppskrift vikunnar: bláberjasulta

Við erum svo heppin að nóg er af berjunum í næsta nágrenni við okkur og er núna berjatíminn að hefjast að fullu. Í góðu veðri er ótrúlega skemmtilegt að tína ber og um að gera að láta börnin hjálpa til við tínsluna.

½ kg bláber

1 dl vatn

4 dl sykur

¼ poki hleypir

Hreinsið berin og setjið í pott ásamt vatninu. Látið suðuna koma upp og sjóðið í 6-7 mínútur. Þá er ágætt að nota kartöflustöppu og músa berin svo safinn komi allur úr. Nú má velja hvort maður síar berin í gegnum bómullarklút eða heldur þeim og úr verður sulta. Ef þetta á að vera sulta er sykurinn settur saman við án þess að sía. Ef berin eru síuð þarf að vigta safann og sjá hversu mikinn sykur þarf að nota og hleypi. Sjóðið aftur upp og látið malla þar til þetta fer að þykkna í 5-15 mínútur. Fer eftir hversu þroskuð berin eru.

Halla Lúthersdóttir.