Fjölmenningarsetur: kynningarfundir á Vestfjörðum

Nichole Leigh Mosty forstöðumaður Fjölmenningarsetur hefur síðustu daga verið á ferð um Vestfirði og kynnt starfsemi Fjölmenningarseturs fyrir sveitarstjórnarfólki. Hún segir fundina vel heppnaða og efli tengslin milli Fjölmenningarsetursins og sveitarfélaganna.

„Síðasta tvo daga hef ég farið með kynningu um hlutverk Fjölmenningarseturs, áherslu í starfinu, framtíðarsýn og mikilvægasta af öllu rætt um að mynda öflugt samstarf með sveitastjórnafólki og fólki sem ber ábyrgð á þjónusta við íbúana hér á Vestfjörðum. Við vorum svo heppinn að funda með fólki í Súðavík, Bolungarvík, Ísafjarðarbær, Vesturbyggð og Tálknafirði. Við vorum öll sammála um mikilvægi þess að efla tengslin og samstarfið á milli Fjölmenningarsetri og sveitarfélög. Það sem gladdi mig mest var að heyra hversu ofarlega það er í huga þeirra að stuðla að samlögun, þar sem fólki sem hingað flytur sé gert kleift að festa rætur og taka virkan þátt í samfélaginu.“

Hún segist hafa trú á því eftir þessa kynningarfundi að Fjölmenningarsetrið eigi eftir að blómstra og að Fjölmenningarsetrið verði staður þar sem stofnanir, fyrirtæki, einstaklingar, sveitarfélög og jafnvel erlendir aðilar sæki þekkingu og stuðning vegna verkefna tengdum málefnum innflytjenda. meðal annars verði Fjölmenningarsetrinu treyst til að leiða greiningarvinnu í samstarfi við sveitarfélög og aðrar stofnanir um þróun innflytjendamála á Íslandi.

Og síðast en alls ekki síst að ráðgjöf sem Fjölmenningarsetur veiti innflytjendum og stofnunum, fyrirtækjum og sveitarfélögum muni stuðla að gagnvirkri samlögun, þar sem fólki sem hingað flytur verði gert kleift að festa rætur og taka virkan þátt í samfélaginu.“