Daglegir viðburðir á Flateyri

Það verða daglegir viðburðir á Flateyri í sumar, frá 15. júní – 15 ágúst, þar sem heimamenn, ferðamenn og aðrir geta skemmt sér saman og notið alls þess besta sem Flateyri hefur upp á að bjóða.

Á hverjum degi eru viðburðir, lifandi tónlist, göngur, folfmót, spilakvöld og margt fleira.

Allar upplýsingar varðandi viðburðina er hægt að nálgast á síðunni www.visitflateyri.is