Karfan: Vestri – Skallagrímur: Undanúrslit 1. deild karla í kvöld

Nú hefst baráttan um sæti í Dominosdeildinni fyrir alvöru. Vestri mætir Skallagrími í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum, mánudaginn 17. maí í íþróttahúsinu á Torfnesi. Takmarkaður fjöldi áhorfenda er leyfður vegna sóttvarnarráðstafana. Aðeins 60 miðar eru í boði fyrir fullorðna, ókeypis er fyrir börn í fylgd með fullorðnum sem fædd eru 2005 og síðar. Miðasala í smáforritinu Stubbi. Einnig bein útsending hjá Viðburðastofu Vestfjarða og hægt að kaupa styrktarmiða í gegnum Stubb.