Það er mörg störf í boði í Vesturbyggð

Raudisandur

Í Vesturbyggð eru fjölbreytt og spennandi störf í boði í fjölskylduvænu og nánu samfélagi á Patreksfirði og Bíldudal.

Umsóknir og nánari upplýsingar um öll laus störf má finna á vefsíðunni storf.vesturbyggd.is

Í mörgum tilfellum er húsnæði í boði og rétt er að vekja athygli á að einstök náttúrufegurð prýðir svæðið og þar er ótal margt að sjá og upplifa. Náttúruperlur eins og Rauðisandur og Látrabjarg eru innan sveitarfélagsins.

Möguleikar til útivistar, félagsstarfa, íþrótta og afþreyingar eru því fjölmargar og Vesturbyggð tekur vel á móti nýjum íbúum.

Hér eru dæmi um þau störf sem auglýst eru þessa dagana:

  • Patreksskóli leitar að kennurum á öllum stigum
  • Bíldudalsskóli leitar að skólastjóra og er með fjölda af fjölbreyttum störfum í boði
  • Leikskólinn Araklettur leitar eftir skólastjóra og kennurum
  • Vesturbyggð auglýsir eftir starfsmanni á Bíldudal
  • Fiskvinnslan Oddi hf auglýsir eftir tæknimanni og starfsmanni í snyrtingu og pökkun
  • Íslenska Kalkþörungafélagið ehf auglýsir eftir viðgerðamanni
  • Heilbrigðisstofnun Vestfjarða leitar að hjúkrunarfræðingi í sumarafleysingu 70-100% starf
  • Orkubú Vestfjarða vantar rafvirkja á sunnanverða Vestfirði
  • Vélaverkstæði Patreksfjarðar leitar að vélvirkja, stálsmið, vélfræðingi eða einstaklingi með sambærilega reynslu. 
  • Arnarlax vantar svæðisstjóra á Arnarfirði, Patreksfirði og Tálknafirði, starfsfólk í fóðurstöð á Bíldudal og verkstjóra á Bíldudal
  • S. Hermannsson leitar að smiði eða einstakling með reynslu af byggingarvinnu.
DEILA