Kerecis stofnar dótturfélag á Ísafirði – Viruxal

Kerecis hefur  stofnað nýtt dótturfélag sem heitir Viruxal ehf og verður með framleiðslu í Íshúsfélagshúsinu á Ísafirði og höfuðstöðvar sínar þar.

Dóra Hlín Gísladóttir hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Viruxal ehf og hefur þegar hafið störf. Hún flytur til baka til Ísafjarðar í vor eftir tveggja ára dvöl í Bandaríkjunum á vegum Kerecis.

Viruxal vinnur með fitusýrutækni Kerecis sem vonir standa til að nýtist í baráttunni við COVID-19 og aðra veirusjúkdóma. Guðmundur Fertram Sigurjónsson forstjóri Kerecis  segir að vörur Viruxal séu þegar fáanlegar í öllum apótekum á Íslandi og hefur verið vel tekið á móti vörunni. Um 5% Íslendinga hafa þegar keypt hana.

Viruxal hefur sett á markað nef- og munnúða sem drepur veirur, þar á meðal veiruna sem veldur Covid19. Markmiðið er að úðinn fyrirbyggi smit og verðu viðbót við aðrar sóttvarnir sem stuðst er við. Í úðanum eru fitusýrur sem leysa upp veiruna.

Kynningarmyndband:

https://vimeo.com/473196374

DEILA