Steinshús lokað í sumar – byggt staðarhaldarhús

Þórarinn Magnússon og kona hans Sigríður Austmann við nýja aðstöðuhúsið við Steinshús. Mynd: Ólafur Engilbertsson.

Unnið er að því í sumar að byggja staðarhaldarahús við Steinshús á Langadalsströnd. Þórarinn Magnússon, stjórnarmaður í Steinshúsi sagði í samtali við Bæjarins besta að framkvæmdir stæðu yfir við 15 fermetra hús sem yrði bústaður staðarhaldara. Búið væri að reisa húsið og unnið að tengingum og stefnt að því að þeim ljúki fyrir haustið.

Af þessum sökum og vegna veirufaraldursins verður ekki unnt að hafa opið í sumar utan þess að 19. júlí  verður tónlistarviðburður í húsinu sem verður betur auglýstur þegar nær dregur.

Þórarinn sagði að rekstur hússins hefði gengið ágætlega þessi ár sem liðin eru síðan Steinshús var opnað og fengist hefði smávegilegur stuðningur á fjárlögum ríkisins. Hann sagði að það hyllti undir að segja mætti að uppbyggingunni væri lokið  og komin væri framtíðargrundvöllur fyrir safnið.

 

DEILA