Viltu vera hjólari ?

Hjólaranámskeið á Eyri á Ísafirði kl. 10 og Bergi í Bolungarvik kl. 13, laugardaginn 23. maí.

Allir áhugasamir um að hjóla og verða Hjólarar, eru hvattir til að koma og vera með okkur á námskeiðinu.

Við ætlum að fræðast um hjólið, prófa að hjóla og vera farþegar og fara yfir það sem við þurfum að hafa í huga til að notkun hjólsins verði ævinlega farsæl.

Sesselja Traustadóttir hefur haldið utan um Hjólað óháð aldri verkefnið frá upphafi hér á Íslandi, kemur og leiðbeinir okkur um notkun á hjólinu.

Nánar um verkefnið á heimasíðunni www.hoa.is eða á Facebook síðunni Hjólað óháð aldri.