Apríl: aflinn 2.443 tonn á Vestfjörðum

Afli vestfirskra skipa og báta varð 2.443 tonn í aprílmánuði. Botnfiskur var langstærstur hluti aflans eða 1.840 tonn. Af grásleppu veiddust 544 tonn og 59 tonn af rækju.

Bolungavík varð aflahæsta höfnin með 676 tonn. Næst varð Ísafjarðarhöfn en þar var landað 408 tonnum. Patreksfjarðarhöfn var með 361 tonn og Drangsnes var fjórða hæsta höfnin með 325 tonn. Á Hólmavík var landað 233 tonnum, 189 tonnum á Þingeyri, 150 tonnum á Suðureyri, 62 tonnum á Tálknafirði, 26 tonnum í Súðavík og 13 tonnum á Norðurfirði. Engum afla var landað á Flateyri og Bíldudal.

Glrásleppuaflinn var langmestur í Strandasýslu. Allur aflinn á Drangsnesi og Norðurfirði var grásleppa og 206 tonn á Hólmavík. Samtals var 544 tonnum af grásleppu landað í Strandasýslu. Á Patreksfirði var landað 66 tonnum af grásleppu, 54 tonnum í Bolungavík og 12 tonnum á Þingeyri.

Rækju var landað á Þingeyri og Ísafirði, 21 tonni á Þingeyri og 38 tonnum á Ísafirði.

Togararnir voru aflahæstir í mánuðinum. Páll Pálsson ÍS landaði 363 tonnum í fjórum veiðiferðum og Sirrý ÍS 193 tonnum í tveimur veiðiferðum.