Vesturbyggð: tekur sæti aftur í bæjarstjórn

María Ósk Óskarsdóttir, bæjarfulltrúi tekur aftur sæti í bæjarstjórninni 1. maí næstkomandi. þetta staðfesti hún við Bæjarins besta. María Ósk tók sér leyfi í febrúar vegna fréttaflutnings um einelti í Patreksskóla.

María Ósk sagði þá að tekið hafi verið á málinu innan skólans og þar hafi niðurstaða fengist síðastliðið vor.  Málinu hafi í raun verið lokið.  Hún hélt áfram störfum sem kennari við skólann. Hinn kennarinn ákvað að hætta. María Ósk stók sér tímabundið leyfi frá störfum í bæjarstjórn svo umræður og deilur um málið kæmu ekki til með að trufla störf bæjarstjórnar meðan stjórnsýslukæran er til meðferðar, kæmi hún fram.

Engin kæra var sett fram og er málinu lokið.

María Ósk Óskarsdóttir tekur þá við fyrri störfum innan bæjarstjórnar, en hún er fyrsti varaforseti bæjarstjórnar.