Verkfall hjá Fosvest

Í næstu viku verða að öllu óbreyttu tveggja daga verkföll hjá opinberum starfsmönnum á Vestfjörðum. Verkfall hefst á miðnætti aðfararnætur mánudagins 9. mars og stendur í tvo sólarhringa.

Ísafjarðarbær hefur tilkynnt að að komið gæti til þess að lokað verði í Sundhöll Ísafjarðar og íþróttahúsi við Austurveg til klukkan 15 mánudaginn 9. mars og þriðjudaginn 10. mars. En opið verður eins og venjulega eftir klukkan 15. Sömuleiðis yrði lokað í íþróttahúsinu á Torfnesi frá klukkan 8-16 þessa sömu daga.

Lokanirnar muna að mestu hafa áhrif á íþrótta- og sundkennslu en hefur einnig áhrif á starfsemi Grunnskólans á Ísafirði þar sem 8 starfsmenn eru í FOSVEST.  Þjónustan mun skerðast, en ekki er þörf á að halda neinum nemendum heima segir í tilkynningu á vef Grunnskóla Ísafjarðar.