Þyrlan gat ekki lent á Ísafjarðarflugvelli

Þyrla Landhelgisgæslunnar kom í dag vestur í sjúkraflug og lenti á þjóðveginum við Arnarnes. Talið var öruggra að þyrlan lenti þarna en á Ísafjarðarflugvelli. Mjög hvasst var af suðvestri. Samkvæmt heimildum Bæjarins besta var ófært fyrir sjúkraflugvélina frá Akureyri og var því gripið til þess ráðs að kalla út þyrluna.

Þyrlan flutti svo sjúkling suður.