Ísafjörður: 1.140 tonna afli í febrúar

Alls var landað um 1.140 tonnum í Ísafjarðarhöfn í febrúar 2020. Þrír rækjubátar lönduðu 85 tonnum af rækju. það voru Halldór Sigurðsson ÍS, Ásdís ÍS og Valur ÍS.

Þrír togarar lönduðu um 1.050 tonnum í mánuðinum. Páll Pálsson ÍS var þeirra aflahæstur með 413 tonn í þremur veiðiferðum. Stefnir landaði 5 sinnum samtals 359 tonnum og Júlíus Geirmundsson ÍS var með 277 tonn úr einni veiðiferð.

Enginn línubátur landaði í Ísafjarðarhöfn í mánuðinum.

Suðureyri 228 tonn 

Á Suðureyri var eingöngu landað línuafla í febrúar. Alls voru það 5 bátar sem lönduðu 228 tonnum í 33 róðrum. Aflahæstur varð Arney HU með 85 tonn í 10 róðrum.  Von ÍS var með 82 tonn í 9 róðrum. Hrefna ÍS landaði 46 tonnum eftir 7 róðra. Straumnes ÍS aflaði 12 tonn í 6 róðrum og Afi ÍS landaði 2,5 tonnum eftir einn róður.

Frá öðrum höfnum í Ísafjarðarbæ var lítið róðið. Flateyrarhöfn er úr leik eftir snjóflóðin í janúar og á Þingeyri var aðeins ein löndun. Það var Ragnar Þorsteinsson ÍS sem landaði 2,2 tonnum af rækju.