Innviðaáætlunin: yfirbygging tengivirkis í Breiðadal

Í nýju innviðaáætluninni sem ríkisstjórnin kynnti fyrir helgi eru nokkrar aðgerðir til þess að auka afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum.

Endurnýjun (nýtt yfirbyggt virki) á tengivirki Landsnets í Breiðadal er sett á dagskrá. Áætlað upphaf framkvæmda er 2023.  Er það meðal annars vegna þess að Orkubú Vestfjarða leggur áherslu á bætt raforkuöryggi á Vestfjörðum með flýtingu á yfirbyggingu tengivirkja Landsnets.

Árið eftir 2024 á að hefjast er styrking (möguleg jarðstrengslagning að hluta) línu frá Breiðadal og á Ísafjörð. Orkubú Vestfjarða leggur áherslu á bætt raforkuöryggi á Vestfjörðum m.a. með tvöföldun á tengingum tengistaða á norðanverður Vestfjörðum í flutningskerfi Landsnets.

Tvöföldun flutningsleiða milli Mjólkar og Breiðadals (tengipunktur við hring á norðanverðum
Vestfjörðum) er fyrirhuguð 2027 – 2028.

Styrking á sunnanverðum Vestfjörðum með tvöföldun tengingar verður sett á framkvæmdaáætlun kerfisáætlunar 2020-2029 með áætlað upphaf framkvæmda 2022. En Orkubú Vestfjarða leggur áherslu á bætt raforkuöryggi á sunnanverðum Vestfjörðum með tvöföldunar tenginga milli tengistaða í flutningskerfi Landsnets.

Aðgerðir Landsnets til aukningar á raforkuöryggi á Vestfjörðum koma fram í kerfisáætlun
þar sem gert er ráð fyrir m.a. yfirbyggingu tengivirkja, tvöföldun tengileiða milli tengistaða
og fjölgun tengistaða í kjölfar aukinnar raforkuvinnslu. Almennt sé æskileg undirstaða
raforkuöryggis á Vestfjörðum aukning á raforkuvinnslu í landshlutanum. Verði af aukinni
raforkuvinnslu er ekki gert ráð fyrir tvítengingu við meginflutningskerfið segir í innviðaáætluninni.