Hver getur gert gamanmynd á 48 klukkustundum?

Gamanmyndahátíð Flateyrar hefur í samstarfi við Reykjavík Foto ákveðið að efna til 48 stunda gamanmyndakeppni á netinu.

Keppnin gengur út á það að einstaklingar eða lið geta skráð sig til leiks og frá og með 27. mars fá liðin 48 klukkustundir til að fullklára gamanmynd út frá því þema sem verður gefið upp.

Sýningarhæfum myndum þarf svo að skila inn til Gamanmyndahátíðarinnar 48 klukkustundum síðar það er þann 29. mars.

Keppnin verður opin öllum og hægt að taka þátt hvar sem er. Einstaklingar, fjölskyldur eða vinahópar geta skemmt sér við þetta saman og tekið upp litla gamanmynd í sínu nærumhverfi.
Það þarf ekki mikinn tækjabúnað til að setja saman stutta gamanmynd, bara góða hugmynd og einfalda myndavél eða síma.

Í kjölfarið verður netkosning um fyndnustu 48 stunda gamanmyndina og fær sigurmyndin veglega Canon EOS M50 myndavél frá Reykjavík Foto að launum.

Skráning í keppnina fer fram á vefsíðu Gamanmyndahátíðarinnar:
https://www.icelandcomedyfilmfestival.com/48-stunda-gamanmyndakeppni

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!