Hallgrímur Sveinsson

Ég kynntist Hallgrími fyrst í Lindargötuskólanum árið 1953. Síðan vorum við bekkjarfélagar í nokkur ár og milli okkar myndaðist afar góð vinátta sem entist alla tíð.

     Fljótlega eftir Kennaraskólann fluttist Grímur vestur á firði og vann þar ýmis störf, sem aðrir munu væntanlega tíunda.

     Grímur var ekki tíður gestur í borginni en þegar það gerðist var það til mikillar ánægju allra á heimilinu. Annars áttum við óteljandi símtöl þar sem við gáfum skýrslur. Síðasta símtalið var við okkur Dúnu, daginn áður en hann lést og snerist um Bókamarkaðinn og okkar þátt í honum fyrir Vestfirska forlagið.

     Að lokum sendum við Guðrúnu og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur.

Takk fyrir vináttuna Jens Kristleifsson, Dúna og fjölskylda okkar.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!