Bolungavík: frumvarp atlaga að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaga

Bæjarráð Bolungarvíkur gerir alvarlegar athugasemdir við framkomið „Frumvarp til laga
um breytingar á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga“.

Í bókun bæjarráðsins frá síðasta fundi segir að frumvarpið sé „alvarleg atlaga að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaga og hin lögþvinguðu sameiningáform sem boðuð eru í frumvarpinu fara gegn skýrum vilja íbúa Bolungarvíkur.“

Jafnframt gerir bæjarráð Bolungarvíkur alvarlegar athugasemdir við hvernig
Jöfnunarsjóði sveitarfélaga er beitt gegn sveitarfélögum með markvissum hætti til að ná
fram markmiðum stjórnvalda um sameiningar sveitarfélaga.

Er bæjarráðið þar að vísa til þess að í frumvarpinu er lagt til að breyta lögum um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga þannig að allt að 15 milljarða króna framlög til þess að stuðla að sameiningum verði mætt með skerðingum á öðrum framlögum sjóðsins.