Um helmingur alls fiskeldis er á Vestfjörðum

Á árinunum 2016 – 2018 voru framleidd um 28 þúsund tonn í fiskeldisfyrirtækjum á Vestfjörðum. Landsframleiðslan var á sama tíma um 54 þúsund tonn. Hludeild framleiðslunnar á Vestfjörðum var því um 52%. Hér er átt við allt fiskeldi bæði á landi og í sjó. Framleiðslan á Vestfjörðum er eingöngu sjókvíaeldi. Frá 2008 hefur aukingin í eldisafurðum nánast verið eingöngu vegna laxeldis.

Framleiðslan á Vestfjörðum jókst mikið 2019 frá 2018 og er talin verða um 13 þúsund tonn en var um 8 þúsund tonn. Það er ríflega 60% aukning á milli ára. Samvæmt þessu má ætla að framleiðslan á Vestfjörðum hafi verið helmingur allrar framleiðslunnar.

Nákvæmar tölur fyrir 2019 liggja ekki fyrir en Einar K. Guðfinnsson, sem var stjórnarformaður Landssambands fiskeldisstöðvar, telur að framleiðslan hafi tvöldast bæði að magni til og í verðmætum frá 2018. Útflutningsverðmæti eldisafurða er talið hafa verið um 25 milljarðar króna á síðasta ári.

Umsvif fiskeldis eru langmest á Vestfjörðum og voru atvinnutekjur þar af fiskeldi rúmlega 1.040 milljónir króna á árinu 2018. Þar af mátti rúmlega 87% teknanna rekja til atvinnutekna í fiskeldi á sunnanverðum Vestfjörðum. Á því svæði er fiskeldi þriðja stærsta atvinnugreinin á kvarða atvinnutekna, á eftir atvinnutekjum í sjávarútvegi og opinberri stjórnsýslu. Miðað við Vestfirði alls eru atvinnutekjur af fiskeldi í áttunda sæti af 19 atvinnugreinum, en þar er sjávarútvegur langstærstur.