Noregur: fiskeldi skapar fjórum sinnum meiri verðmæti en fisvinnsla

Gunnar Davíðsson, deildarstjóri atvinnuþróunardeildar í fyslkisstjórm Troms fylki í Noregi hélt erindi í gær í Reykjavík um laxeldi í Norður Noregi og áhrif þess á strandsvæðin. Fundurinn var á vegum Matvælastofnunar og  var að sögn Gunnars Þórðarsonar mjög vel sóttur.

Meðal þess sem fram kom í erindi Gunnars Davíðssonar var að tekjur Norðmanna af útflutningi sjávarafurða var 2018 um 99 milljarðar norskra króna, sem jafngildir 1.400 milljörðum íslenskra króna. Fiskeldið skilaði um 40% af magninu en hvorki meira né minna en 72% af verðmætunum, þannig að verðmæti af hverju kílói var mun meira af eldinu en veiddum villtum fiski.

Framleiðsla Norðmanna á eldislaxi hefur aukist þúsundfalt á 40 árum eða úr 1.432 tonnum í nærri 1,3 milljónir tonna. Fjórfaldast á síðastliðnum 20 árum og síðustu 10 árin hefur hún tvöfaldast. Spáð er að framleiðslan vaxi í 5 milljónir tonna árið 2050 eða fjórfaldist frá því sem nú er.

Eitt starf skapar 4,7 milljónir NOK til landsframleiðslunnar

Athyglisverðar upplýsar komu fram um framlag laxeldisins til þjóðarframleiðslunnar.

Eitt starf í Noregi gaf af sér um 1 milljónir NOK = 14 milljónir  IKR inn í þjóðarframleiðsluna (eða verga landsframleiðslu) árið 2017 að meðaltali – súlan legst til hægri á myndinni. Þá er störfum í olíuvinnslunni haldið utanvið.

Talan er hærri fyrir fiskvinnslu  (FOREDLING) 1,1 milljónir NOK og 1,5 milljónir  NOK fyrir fiskveiðar.

En hún er 4,7 mill NOK fyrir fiskeldi.

 

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!