FFÍ – Ferðafélag Ísfirðinga Gönguferð – um Látrabjarg

Látrabjarg.

Laugardaginn 27. júlí verður gönguferð á Látrabjarg í boði Ferðafélags Ísfirðinga.

Látrabjarg er 14 km langt og þverhnípt bjarg frá austri til vesturs við norðanverðan Breiðafjörð. Þar er vestasti tangi landsins, Bjargtangar. Azore-eyjar eru vestasti hluti Evrópu. Austurmörk bjargsins eru við Keflavík. Það er hæst á Heiðnukinn, 444 metrar. Öldum saman var sigið í bjargið eftir eggjum. Enski togarinn Dhoon er eitt margra skipa, sem hafa strandað á þessum slóðum og á því ein fárra áhafna, sem var bjargað fyrir harðfylgi björgunarsveita á jólaföstu 1947.

Lagt verður af stað héðan frá Ísafirði kl. 7 um morguninn. Þátttakendur koma saman við Hótel Breiðavík. Þaðan er keyrt að upphafsstað gönguferðarinnar en í henni er gengið eftir Látrabjargi frá Geldingaskorardal og út að Bjargtangarvita sem stendur vestast á bjarginu. (sjá mynd) Erfiðleikastig er 2 skór. Skráning fyrir 25. júlí á netfangið ferdafelag.isfirdinga@gmail.com Verð fyrir leiðsögn og rútu er 2.000 kr. en 500 kr. fyrir félagsmenn.

Þátttakendur eiga að greiða inn á bankareikning 0556 – 26 – 000451, kennitala 700410 – 0560. Þá er einnig hægt að greiða fyrir ferðina við upphaf hennar eða áður en lagt er af stað með langferðabifreiðinni frá Hótel Breiðavík en þá eingöngu með reiðufé.

Þátttakendum stendur til boða að kaupa sér hressingu eftir gönguna á Hótel Breiðavík. Tilboðið hljóðar uppá gúllassúpu með brauði, kaffi og muffinsköku fyrir aðeins 2.500 kr. Möguleiki er á að gista eina nótt í svefnpokagistingu eða tjaldi.

Sjá annars nánari upplýsingar á fésbókarsíðu félagsins.

Myndahönnuður:Ómar Smári Kristinsson.
DEILA