Skemmtiferðaskip við Djúpuvík

Í fyrradag sigldi norsk skemmtiferðaskip, FRAM frá Hurtigruten, inn Reykjarfjörð í Strandasýslu og lagðist við akkeri við Djúpuvík. Að sögn Héðins Ásbjörnssonar komu tvö skip í fyrrasumar. Í sumar koma  einnig  tvö skip og mun seinna skipið koma um miðjan júní.

Um 60 manns fóru í land og skoðuðu verksmiðjuna og fengu sér hressingu og virtust njóta ferðarinnar vel.  Ferðamennirnir voru flestir þýskumælandi.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!